Skip to main content

Verðmat á umhverfisáhrifum virkjunar í neðanverðri Þjórsá

Verðmat á umhverfisáhrifum virkjunar í neðanverðri Þjórsá - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. september 2025 11:00 til 12:00
Hvar 

Oddi

312

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Umverfisráðherra hefur nú lagt til að Urriðafossvirkjun verði tekin úr biðflokki rammaáætlunar og sett í nýtingarflokk. Umhverfisrask er ekki talið með í kostnaði við virkjanir, þó að til séu ágætar aðferðir til þess að meta það til fjár. Lýst verður nýlegu verðmati á umhverfisáhrifum Urriðafossvirkjunar. Matið bendir til þess að verulega muni um umhverfiskostnað í heildarkostnaði virkjunarinnar.

Ágúst Arnórsson hagfræðingur hjá ASÍ flytur erindið.