Valkyrjustjórnin: Einstök ríkisstjórn eða meira af því sama?

Oddi
101
Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir hádegisfundi í Háskóla Íslands í tilefni af (rétt tæpu) ársafmæli ríkisstjórnarinnar!
Valkyrjustjórnin: Einstök ríkisstjórn eða meira af því sama?
Í pallborði verða:
Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði
Hafsteinn B. Einarsson, nýdoktor í stjórnmálafræði
Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði
Fundarstjóri verður Pétur Berg Matthíasson
Þátttakendur í pallborði munu hefja viðburðinn á stuttum innleggjum þar sem þau velta fyrir sér ýmsum áhugaverðum spurningum varðandi núverandi ríkisstjórn, t.d. hvort samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu eru venjuleg eða óvenjuleg, hvernig megi túlka og skilja fylgi ríkisstjórnarinnar, og hvort ríkisstjórn leidd af konum er á einhvern hátt öðruvísi en aðrar ríkisstjórnir. Í kjölfarið taka við umræður og spurningar úr sal.
Fundurinn fer fram á íslensku og er öllum opinn!
Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir hádegisfundi í Háskóla Íslands í tilefni af (rétt tæpu) ársafmæli ríkisstjórnarinnar!
