Skip to main content

Útivist fyrir okkur öll

Útivist fyrir okkur öll  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. september 2025 15:30 til 17:00
Hvar 

Mannréttindahúsið, Sigtúni 42

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. TA Loeffle ræðir útivist og hvernig megi gera hana aðgengilega fyrir okkur öll, fimmtudaginn 4. september kl. 15.30-17 í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42

Um fyrirlestur:

Lífið veitir okkur mismikil tækifæri á að vera úti. Það eru margir þættir sem hafa þar áhrif og mjög mikilvægt að við sem samfélag leitum fjölbreyttra leiða til að skapa öllu fólki tækifæri á að njóta útiveru og náttúru. Dr. TA Loeffle mun ræða um útivist frá ýmsum hliðum með áherslur á það sem hægt er að gera til að gera hana aðgengilega fyrir okkur öll.

Um fyrirlesara:

Dr. TA Loeffler er prófessor í útimenntun og afþreyingu við Memorial-háskóla á Nýfundnalandi. Hún er þekkt víða um heim fyrir fræðastörf, ævintýramennsku og náttúruvernd og er jafnframt virtur kennari, rithöfundur og fyrirlesari. Dr. TA Loeffler er handhafi Brigding the Gap verðlauna Recreation Newfoundland and Labrador en verðlaunin eru veitt einstaklingum eða samtökum sem hafa stuðlað að aukinni þátttöku og inngildingu fatlaðs fólks í tómstundir, íþróttir og virkni.

ÖBÍ réttindasamtök og Námsbraut í tómstunda- og félagamálafræði við Háskóla Íslands standa að viðburðinum

Nánari upplýsingar um TA 

 

.

Útivist fyrir okkur öll