Skip to main content

Útgáfuhóf: „Hve aumir og blindir þeir eru“

Útgáfuhóf: „Hve aumir og blindir þeir eru“ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. desember 2025 15:00 til 17:00
Hvar 

Háskólatorg

Bóksala stúdenta

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Boðið er til útgáfuhófs bókarinnar Hve aumir og blindir þeir eru: Dyonysius Piper á Íslandi 1740‒1743.

Haldið í í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi, þriðjudaginn 16. desember kl. 15:00‒17:00. Léttar veitingar og tilboð á bókinni. Verið öll velkomin.

Í ritinu Hve aumir og blindir þeir eru eru birt bréf trúboðans Pipers og önnur gögn þar sem fjallað er um aðstæður á Íslandi undir miðja 18. öld, hvernig honum vegnaði, hver urðu afdrif hans og fjallað um trúarviðhorf Bræðrasafnaðarins (Herrnhúta).

Ritstjóri er Sumarliði R. Ísleifsson. Í bókinni er birtur ítarlegur inngangur eftir Joanna Kodzik og Sumarliða og grein eftir Gunnar Kristjánsson um píetismann en hann þýddi flest bréfin sem eru birt í bókinni. Útgefandi er Háskólaútgáfan.

 

Boðið er til útgáfuhófs bókarinnar Hve aumir og blindir þeir eru: Dyonysius Piper á Íslandi 1740‒1743.

Útgáfuhóf: „Hve aumir og blindir þeir eru“