Útgáfufögnuður: Papúsza. Pólskt Rómaskáld á vettvangi heimsbókmennta

Veröld - Hús Vigdísar
Auðarsalur
Útgáfu bókarinnar Papúsza. Pólskt Rómaskáld á vettvangi heimsbókmennta eftir Sofiyu Zahovu verður fagnað í Auðarsal í Veröld-Húsi Vigdísar þann 25. nóvember kl. 17.
Bókin kom nýlega út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni í ritstjórn Birnu Bjarnadóttur. Þar er að finna sýnishorn af kveðskap pólsk-rómíska ljóðskáldsins Bronisława Wajs (1907 ̶ 1987) og fróðlegan texta um líf og ljóð skáldsins. Bronisława Wajs, sem er betur þekkt sem Papúsza, kom fram á sjónarsviðið eftir seinni heimsstyrjöld. Þótt ljóð hennar séu ekki fleiri en fjörutíu talsins eru þau fjölbreytt að gerð og hún lagði áherslu á að þau hefðu orðið til sem gilja, söngvar á rómísku. Mörg ljóða hennar fjalla um líf Rómafólks og tengsl þeirra við náttúruna. Önnur tjá þjóðernisást, það að tilheyra og styðja stjórnvöld sem stuðluðu að bættum lifnaðarháttum Sígauna í Póllandi á fyrra skeiði kommúnismans. Á 21. öld hefur sagan af Papúszu og verkum hennar fengið byr undir báða vængi. Ljóð hennar „Tár úr blóði“ hefur öðlast verðskuldaðan sess í rómískri bókmenntasögu sem og túlkun Papúszu á helförinni og þjáningum Rómafólks í síðari heimsstyrjöldinni. Maó Alheimsdóttir þýddi ljóð Papuszu á íslensku og Gunnar Þorri Pétursson texta Sofiyu. Sofiya Zahova er sérfræðingur í bókmenntum og menningu Rómafólks og forstöðumaður Vigdísarstofnunar - alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.
Bókin er gefin út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í samstarfi við Háskólaútgáfuna.
Útgáfa verksins var styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Bronisława Wajs.
