Umhverfisfélagsráðgjöf í Noregi: Hvernig og hvers vegna?

Hvenær
10. apríl 2025 12:00 til 13:00
Hvar
Húsnæði BHM, 2. hæð, Borgartúni 27
Nánar
Aðgangur ókeypis
Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands standa saman að málstofu með Hanne Glemmestad, prófessor við Háskóla Innlandet í Noregi.
Í málstofunni verður fjallað um þær umhverfislegu áskoranir sem samfélög standa frammi fyrir, hvaða áhrif þær hafa á störf félagsráðgjafa í Noregi og hvernig félagsráðgjafar geta stuðlað að því að hægt sé að sigrast á þeim.
Málstofan verður haldin í Borgartúni 27, 2. hæð og verður einnig í streymi.
Gestir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir um að skrá þátttöku á felagsradgjof@felagsradgjof.is