Tónlist og arkitektúr

Edda
Stofa 218
Gestafyrirlestur um tónlist og arkitektúr á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samstarfi við Intelligent Instruments Lab.
Fyrirlesarinn dr. Raymond Torres-Santos er prófessor í tónsmíðum og tónlistarfræðum við California State University, Long Beach. Viðburðurinn verður haldinn föstudaginn 12. september í Eddu, stofu 218, kl. 15:00-16:30.
Í erindinu fjallar prófessor Torres-Santos á frumlegan hátt um tónlist og arkitektúr. Hann kynnir fjölbreyttar aðferðir, nálganir og vinnubrögð sem veita innsýn í hvernig tónlist hefur verið túlkuð yfir í sjónræn form og öfugt. Tónlist og arkitektúr eiga það sameiginlegt að vera samsettar listgreinar. Tónlist felur í sér hina fornu list að skapa hljóð í tíma en arkitektúr að skipuleggja og skilgreina rými. Grunnatriði eru sameiginleg báðum listgreinum s.s. hlutföll, áferð, skalar og rytmi. Í fyrirlestrinum mætast tónlistarsaga, tónfræði, hljóðfræði og tónsmíðar ásamt þverfaglegum greinum á borð við rúmfræði, stjörnufræði og sjónlistir.
Dr. Raymond Torres-Santos er prófessor í tónsmíðum við University of California, Long Beach. Hann á að baki fjölskrúðugan feril sem kvikmyndatónskáld, hljómsveitarstjóri, píanóleikar, útsetjari, framleiðandi og kennari. Tónlist hans hefur verið flutt af fjölmörgum sinfóníuhljómsveitum í Norður og suður Ameríku. Hann er meðlimur í he Board of Directors of the American Society of Music Arrangers and Composers (ASMAC) og hefur starfað í dómnefndum fyrir Grammy verðlaunin.
Verið öll velkomin!
Gestafyrirlestur um tónlist og arkitektúr á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samstarfi við Intelligent Instruments Lab. Fyrirlesarinn dr. Raymond Torres-Santos er prófessor í tónsmíðum og tónlistarfræðum við California State University, Long Beach. Viðburðurinn verður haldinn föstudaginn 12. september í Eddu, stofu 218, kl. 15:00-16:30.
