Skip to main content

Þverþjóðleg tengsl – Ólíkar birtingarmyndir Vesturheimsferða á 19. öld

Þverþjóðleg tengsl – Ólíkar birtingarmyndir Vesturheimsferða á 19. öld - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. nóvember 2025 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu og forseti Hugvísindasviðs, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist „Þverþjóðleg tengsl – Ólíkar birtingarmyndir Vesturheimsferða á 19. öld.“

Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.

Um fyrirlesturinn

Á síðari hluta 19. aldar fluttust milljónir Evrópubúa vestur um haf, langaflestir til Bandaríkjanna og Kanada. Í hlutfalli við fólksfjölda fluttu flestir frá Írlandi en Norðurlöndin fylgdu fast á hæla Íra og sum ár var flutningstíðnin frá Íslandi meiri en annars staðar í Evrópu. Annað einkenni vesturheimsflutninga frá Norðurlöndum (utan Finnlands) var hátt hlutfall kvenna í hópi þeirra sem tóku sig upp og fluttu vestur um haf.     Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkur helstu einkenni vesturheimsferða frá Íslandi og þau mátuð við kenningar um þverþjóðleika og um gerendahæfni þeirra sem tóku sig upp og fluttu búferlum milli heimsálfa.  

Um fyrirlesarann

Ólöf Garðarsdóttir er prófessor í sagnfræði og sviðsforseti Hugvísindasviðs. Hún hefur lagt stund á rannsóknir á sviði fólksfjölda- og fjölskyldusögu, heilbrigðissögu, sögu menntunar og barnæsku.

Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu og forseti Hugvísindasviðs.

Þverþjóðleg tengsl – Ólíkar birtingarmyndir Vesturheimsferða á 19. öld