Skip to main content

Þræðir arfleifðar og andspyrnu: Um valdeflingu og sjálfsmynd palestínskra kvenna

Þræðir arfleifðar og andspyrnu: Um valdeflingu og sjálfsmynd palestínskra kvenna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. nóvember 2025 17:00 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menningararfleifð gegnir lykilhlutverki í að móta sjálfsmynd þjóðar og greina hana frá öðrum. Á arabísku merkir hugtakið Turath arfleifð. Í Palestínu er ein birtingarmynd menningararfs litríkur útsaumur sem endurspeglar hvort tveggja hefðir ákveðinna borga og bæja sem og sameiginlegt menningarlegt minni sem þessi útsaumur stendur fyrir.Þessi tegund útsaums er þó ekki aðeins listform heldur einnig órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar palestínskra kvenna. Hefðin á rætur sínar að rekja til aldagamalla þjóðsagna og hefðbundinna sagna, allt aftur til tíma Kanaaníta.

Útsaumurinn einkennist einkum af djúpum rauðum og fjólubláum litum sem hafa orðið táknrænir fyrir handverkið og eru eitt helsta einkenni palestínsks útsaums enn þann dag í dag.

Í þessum fyrirlestri á vegum RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands fjallar Summer Abu Mughli um það hvernig þessi útsaumshefð tengir saman hefð en einnig andspyrnu og seiglu í nútíð og fortíð og hvernig útsaumur er bæði dýrmæt arfleifð en einnig tákn um valdeflingu palestínskra kvenna.

Summer Abu Mughli er með B.A. próf í ensku og bókmenntum og M.A. próf í alþjóða- og menningarfræðum auk hönnunar. Hún starfar sem sérfræðingur á alþjóðasviði An Naja háskólans í Nablus í Palestínu.

Fundarstjóri: Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur.

Fyrirlesturinn fer fram í Auðarsal í Veröld, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17. Erindið fer fram á ensku og eru öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Þræðir arfleifðar og andspyrnu: Um valdeflingu og sjálfsmynd palestínskra kvenna í gegnum textíl og útsaum
Menningararfleifð gegnir lykilhlutverki í að móta sjálfsmynd þjóðar og greina hana frá öðrum. Á arabísku merkir hugtakið Turath arfleifð. Í Palestínu er ein birtingarmynd menningararfs litríkur útsaumur sem endurspeglar hvort tveggja hefðir ákveðinna borga og bæja sem og sameiginlegt menningarlegt minni sem þessi útsaumur stendur fyrir.Þessi tegund útsaums er þó ekki aðeins listform heldur einnig órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar palestínskra kvenna. Hefðin á rætur sínar að rekja til aldagamalla þjóðsagna og hefðbundinna sagna, allt aftur til tíma Kanaaníta.
Útsaumurinn einkennist einkum af djúpum rauðum og fjólubláum litum sem hafa orðið táknrænir fyrir handverkið og eru eitt helsta einkenni palestínsks útsaums enn þann dag í dag.
Í þessum fyrirlestri á vegum RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands fjallar Summer Abu Mughli um það hvernig þessi útsaumshefð tengir saman hefð en einnig andspyrnu og seiglu í nútíð og fortíð og hvernig útsaumur er bæði dýrmæt arfleifð en einnig tákn um valdeflingu palestínskra kvenna.
Summer Abu Mughli er með B.A. próf í ensku og bókmenntum og M.A. próf í alþjóða- og menningarfræðum auk hönnunar. Hún starfar sem sérfræðingur á alþjóðasviði An Naja háskólans í Nablus í Palestínu.
Fundarstjóri: Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur.
Fyrirlesturinn fer fram í Auðarsal í Veröld, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17. Erindið fer fram á ensku og eru öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Þræðir arfleifðar og andspyrnu: Um valdeflingu og sjálfsmynd palestínskra kvenna