Skip to main content

Styrkjabúðir Heilbrigðisvísindasviðs 2025

Styrkjabúðir Heilbrigðisvísindasviðs 2025 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. febrúar 2025 12:30 til 16:30
Hvar 

Læknagarður

Stofa 343

Nánar 
Skráning í vefformi
Doktorsnemar, nýdoktorar, akademískir

Styrkjabúðir HVS er námskeið fyrir rannsakendur HVS og Landspítala í undirbúningi samkeppnishæfra styrkumsókna. 

Námskeiðið hefst 14. febrúar 2025 (e. hádegi) með 4 klst. vinnustofu með fyrirlestrum um undirbúning og uppbyggingu samkeppnishæfra styrkumsókna, kynningu frá rannsóknarstjóra Heilbrigðisvísindasviðs um formlegar kröfur til umsókna (með áherslu á rannsóknarsjóð Rannís), leiðbeiningum um fjárhagsáætlun og hugarflugi þátttakenda um sértæk markmið umsókna sinna. Staðsetning er óákveðin og verður auglýst síðar.

Vinnustofunni verður síðan fylgt eftir með 3-4 stuttum einstaklings vinnufundum, þar sem þátttakendur fá endurgjöf á umsókn sína frá reyndum styrkhöfum og ráðgjöf um fjárhagsáætlun frá fjármálateymi HVS, með það að markmiði að úr verði styrkhæfar umsóknir að vori 2025.

SKRÁNING HÉR Í VEFFORMI (opnast í nýjum glugga)

skárningarfrestur til 31. janúar

Námskeiðið nýtist bæði ungum (doktorsnemum og nýdoktorum) og reynslumeiri (akademísku starfsfólki) rannsakendum þvert á svið heilbrigðisvísinda (lífvísindum, klínískum vísindum og lýðheilsuvísindum) sem vilja þróa sitt rannsóknarprógram og undirbúa styrkhæfa umsókn. 

Við hvetjum alla til að taka þátt!