Stjórnarskrá í 150 ár - Málstofa ReykjavíkurAkademíunnar
Þjóðminjasafnið
Í tilefni þess að 150 ár eru liðin síðan Stjórnarskrá Íslands gekk í gildi boðar ReykjavíkurAkademían til málstofu í Þjóðminjasafninu. Málstofan verður haldin föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 14:00–17:00 í sal Þjóðminjasafnsins.
Hver er staða stjórnarskrár okkar í alþjóðlegu samhengi? Uppfyllir hún nauðsynlegar þarfir nútímaríkis. Úr hvaða umhverfi er hún sprottin og hefur hún verið forsenda íslenskrar samfélagsgerðar og framfara?
Dagskrá:
- Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, setur málstofuna.
- Aðalfyrirlesari verður Róbert Spanó, prófessor við Lagadeild HÍ og fyrrverandi forseti MDE. Hann ræðir um núgildandi stjórnarskrá í alþjóðlegu samhengi.
- Lára Magnúsardóttir: Stjórnskipunarlög í 1.000 ár.
- Þór Martinsson: Hugmyndafræðin að baki stjórnarskránni 1874.
- Haukur Arnþórsson: Er stjórnarskráin íslensk eða dönsk
- Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu: “Sagan endalausa” – að breyta stjórnarskránni.
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, alþingismaður og ráðherra 2017–2024, stjórnar pallborðsumræðum.
- Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, doktorsnemi við Gautaborgarháskóla og fræðimaður við RA styrir fundinum.
Að stjórnarskránni lögtekinni, árið 1874, fjallaði Jón Sigurðsson um hana í Andvara. Hann sagði það nauðsynlegt hverjum Íslendingi „sem menntaður vill heita” að íhuga stjórnarskrármálefni.
Í tilefni þess að 150 ár eru liðin síðan Stjórnarskrá Íslands gekk í gildi boðar ReykjavíkurAkademían til málstofu í Þjóðminjasafninu. Málstofan verður haldin föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 14:00–17:00 í sal Þjóðminjasafnsins.