Stefnumót við gervigreind

Gróska
Mýrin
Vísindagarðar Háskóla Íslands efna til gervigreindardags í Mýrinni, Grósku 3. september þar sem NVIDIA mun í samstarfi við Advania leiða gesti inn í heim gervigreindar með hagnýtri vinnusmiðju og lifandi sýnikennslu.
Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast nýjustu lausnum frá einu áhrifamesta tæknifyrirtæki heims.
Eftir hádegi tekur við metnaðarfull dagskrá þar sem fyrirlesarar úr fjölbreyttum atvinnugreinum fjalla um gervigreind út frá nýsköpun, hagnýtingu í daglegu starfi, skapandi nálgun og framtíðarmöguleikum í íslensku samfélagi og atvinnulífi.
Dagurinn er kjörinn vettvangur fyrir frumkvöðla og háskólanema sem brenna fyrir nýrri tækni og vilja sækja sér innblástur til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.
Vísindagarðar efna til gervigreindardags í Mýrinni, Grósku 3. september þar sem NVIDIA mun í samstarfi við Advania leiða gesti inn í heim gervigreindar með hagnýtri vinnusmiðju og lifandi sýnikennslu.
