Skip to main content

Stefnumót við gervigreind

""
Hvenær 
3. september 2025 9:00 til 17:00
Hvar 

Gróska

Mýrin

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vísindagarðar Háskóla Íslands efna til gervigreindardags í Mýrinni, Grósku 3. september þar sem NVIDIA mun í samstarfi við Advania leiða gesti inn í heim gervigreindar með hagnýtri vinnusmiðju og lifandi sýnikennslu.

Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast nýjustu lausnum frá einu áhrifamesta tæknifyrirtæki heims.

​Eftir hádegi tekur við metnaðarfull dagskrá þar sem fyrirlesarar úr fjölbreyttum atvinnugreinum fjalla um gervigreind út frá nýsköpun, hagnýtingu í daglegu starfi, skapandi nálgun og framtíðarmöguleikum í íslensku samfélagi og atvinnulífi.

Dagurinn er kjörinn vettvangur fyrir frumkvöðla og háskólanema sem brenna fyrir nýrri tækni og vilja sækja sér innblástur til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Sjá nánari upplýsingar og skráningu á viðburðinn

Vísindagarðar efna til gervigreindardags í Mýrinni, Grósku 3. september þar sem NVIDIA mun í samstarfi við Advania leiða gesti inn í heim gervigreindar með hagnýtri vinnusmiðju og lifandi sýnikennslu.

Stefnumót við gervigreind