Staða rannsókna á kvennafótbolta í ljósi spænska kvennalandsliðsins

Hvenær
20. febrúar 2025 9:30 til 11:30
Hvar
2.hæð Laugardalshöll
Nánar
Aðgangur ókeypis
Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vekja athygli á fyrirlestri Dr. Iyán Iván Baragaño, frá Universidad Europea de Madrid, á Spáni.
Fjallað verður um núverandi stöðu rannsókna á kvennafótbolta með sérstakri áherslu á rannsóknir sem gerðar hafa verið á spænska kvennalandsliðinu.
Einnig verður gerð grein fyrir nýtingu gervigreindar í íþróttavísindum með alþjóðlegri nálgun.
Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum á annarri hæð í Laugardalshöll þann 20. febrúar frá kl. 9.30 til 11.30.