Skip to main content

Skipta peningar enn máli?

Skipta peningar enn máli? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. apríl 2025 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

O-312

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í erindi sínu mun Gabriel Stein doktor í hagfræði ræða um hvort venjulegir peningar séu að hverfa vegna rafrænna viðskipta og rafmynta og hvað framtíðin beri í skauti sér um peningahugtakið.

Gabriel Stein er sænsk-enskur fjárfestir og fjármálafræðingur. Hann starfaði í fjármálaráðuneyti Ísraels 1981, hjá greiningar- og fjárfestingarfyrirtækinu Stein Brothers 1982–1991, fyrst í Stokkhólmi, síðar í Lundúnum, sem aðalhagfræðingur og síðar forstjóri Lombard Street Research í Lundúnum 1991–2012 og aftur hjá Stein Brothers frá 2012. Hann lauk tveimur meistaraprófum frá sænskum háskólum, í hagfræði og sagnfræði, og doktorsprófi í hagfræði frá Buckingham háskóla. Hann hefur kennt námskeið í þjóðhagfræði í Buckingham-háskóla, St. Mary’s háskóla og í kínverskum háskólum. Í tómstundum sínum skrifar hann sögulegar skáldsögur, þar á meðal Sailing Free. The Saga of Kári the Icelander.

Erindið verður flutt á ensku.