Skip to main content

Síðdegispopp stafrænna hugvísinda: Sigurður Gunnarsson

Síðdegispopp stafrænna hugvísinda: Sigurður Gunnarsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. september 2025 16:30 til 17:30
Hvar 

Edda

Stofa 209

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sigurður Gunnarsson, fagstjóri tækni og ljósmyndunar hjá Listasafni Íslands, heldur fyrsta erindið í nýrri fyrirlestraröð Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista (MSHL) sem er kölluð Síðdegispopp stafrænna hugvísinda og mun fara fram á þriðjudögum í vetur kl. 16:30. Þessi fyrirlestur verður haldinn í stofu 209 í Eddu, þriðjudaginn 9. september kl. 16:30-17:30. Verið öll velkomin.

Sigurður mun fjalla um áskoranir sem fylgja því að fanga listaverk með ljósmyndun – og hvernig þær áskoranir eru leystar. Hann mun fjalla um hvernig á að búa til áreiðanlegar stafrænar endurgerðir, ná litunum nákvæmlega réttum og hvaða traustu aðferðir og staðla fagfólk notar til að tryggja að stafræna afritið líti út eins og listaverkið í raunveruleikanum.

Í fyrirlestraröð MSHL munu sérfræðingar úr ýmsum greinum stafrænna hugvísinda og lista kynna rannsóknir sínar í stuttum og aðgengilegum fyrirlestrum. Boðið verður upp á ókeypis popp og nóg af hugmyndum til að deila!

Þau sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með fyrirlestrunum í streymi á YouTube-rás MSHL.  

Smellið hér til að kynna ykkur dagskrá fyrirlestraraðarinnar.

Sigurður Gunnarsson, fagstjóri tækni og ljósmyndunar hjá Listasafni Íslands.

Síðdegispopp stafrænna hugvísinda: Sigurður Gunnarsson