Skip to main content

Samtal um skapandi greinar: Rekstrarumhverfi tónlistar

Samtal um skapandi greinar: Rekstrarumhverfi tónlistar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. nóvember 2025 10:00 til 11:30
Hvar 

Gróska

Höfuðstöðvar CCP

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tónlistarmiðstöð og Rannsóknasetur skapandi greina, í samstarfi við CCP, boða til opins samtals á Bransaveislu um rekstrarumhverfi tónlistarfólks og tónlistarverkefna.

Viðburðurinn markar fyrsta skrefið í aðgerðaáætlun tónlistarstefnu stjórnvalda, þar sem kveðið er á um að hefja skuli skoðun á rekstrarumhverfi tónlistar á Íslandi og bera það saman við Norðurlönd og önnur lönd þar sem tónlistariðnaður stendur sterkum fótum.

Á viðburðinum kynna fulltrúar úr fræðasamfélaginu og tónlistargeiranum, ásamt erlendum fagaðilum ólíkar nálganir á hvernig skapa megi öflugt rekstrarumhverfi tónlistarverkefna. Í kjölfarið verður opnað fyrir samtal við viðstadda þar sem áhersla er lögð á að safna sjónarmiðum til áframhaldandi vinnu.

Markmiðið er að leggja grunn að sameiginlegri framtíðarsýn og tryggja að rödd þeirra sem koma að rekstri í tónlist verði hluti af mótun og framkvæmd tónlistarstefnu stjórnvalda.

Dagskrá

10-10:30: Erindi
- Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona Rannsóknaseturs skapandi greina
- María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar

10:30-11:15: Pallborð - Nick Knowles, umboðsmaður og stofnandi KxKn Management, stýrir umræðum.
- Colm O’Herlihy, framkvæmdastjóri Inni Music
- Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, tónlistarkona og verkefnastjóri Reykjavík Early Music Festival
- Pétur Oddbergur Heimisson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík
- Rakel Mjöll Leifsdóttir, tónlistarkona og A&R hjá Alda Music

11:15-11:30: Spurt og svarað

CCP býður fundargestum upp á kaffi.

Viðburðurinn fer fram á ensku og honum verður streymt af Facebook.

Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn) hér

Athugið að sætaframboð er takmarkað. Skráningu lýkur kl. 12 þriðjudaginn 4. nóvember.

Samtal um skapandi greinar er röð óformlegra funda sem RSG stendur að í samvinnu við CCP. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og frá stofnunum og stjórnsýslunni og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar.

Tónlistarmiðstöð og Rannsóknasetur skapandi greina, í samstarfi við CCP, boða til opins samtals á Bransaveislu um rekstrarumhverfi tónlistarfólks og tónlistarverkefna.

Samtal um skapandi greinar: Rekstrarumhverfi tónlistar