Skip to main content

Samtal um skapandi greinar: Gagnrýni

Samtal um skapandi greinar: Gagnrýni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. september 2025 8:30 til 10:00
Hvar 

Gróska

Höfuðstöðvar CCP

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Næsti fundur í fundaröð Rannsóknaseturs skapandi greina, „Samtal um skapandi greinar“, fer fram fimmtudaginn 4. september 2025 kl. 8:30-10 í húsakynnum CCP Í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Gagnrýni og fundarstjóri er Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona RSG.

Viðburðurinn fer fram á ensku að þessu sinni og erindum verður streymt á Facebook.

Hilmar Smári Finsen starfar sem markaðssérfæðingur hjá CCP. Hann hefur einnig starfað sem leikjagagnrýnandi m.a. hjá Séð og heyrt og kvikmyndir.is. Jafnframt starfaði hann hjá Gamestöðinni í tíu ár, þar af eitt ár sem rekstrar- og markaðsstjóri.

Í kynningu sinni mun hann fjalla um stöðu tölvuleikjagagnrýni með áherslu á hvernig vefsvæði, eins og Metacritic og OpenCritic, og notendur hafa áhrif á upplifun og sölu. Þar að auki ræðir hann hlutverk áhrifavalda á þessu sviði.

Sigríður Jónsdóttir er sérfræðingur við Leikminjasafn, sérsafn um sviðslistir á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafn. Síðastliðinn áratug hefur hún starfað sem leikhúsgagnrýnandi fyrir Fréttablaðið og Heimildina. Einnig hafa greinar hennar um íslenskar sviðslistir birst á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá European Journal of Theatre and Performance, International Theatre Insitute í Japan og International Association of Theatre Critics í Hong Kong.

Sigríður mun ræða mikilvægi faglegrar gagnrýni, framtíð leikhúsgagnrýni og þær nýju áskoranir sem leikhúsgagnrýnendur standa frammi fyrir.

Eliza Reid er metsöluhöfundur, fyrirlesari, talskona jafnréttis, meðstofnandi hinnar virtu Iceland Writers Retreat og fyrrverandi forsetafrú Íslands. Hún er fædd og uppalin í Kanada en hefur búið á Íslandi í yfir tuttugu ár. Fyrsta bók Elizu, Secrets of the Sprakkar: Iceland’s Extraordinary Women and How They Are Changing the World, varð strax metsölubók í Kanada og á Íslandi, var valin af ritstjórum New York Times Book Review og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Fyrsta skáldsaga hennar, spennusagan Death on the Island (gefin út sem Death of a Diplomat í Bretlandi), gerist á Íslandi og varð samstundis metsölubók á USA Today, auk þess sem hún náði metsölu í Kanada og á Íslandi, og hefur verið keypt til sjónvarpsframleiðslu í svokölluðum forkaupssamningi.

Eliza mun segja okkur frá reynslu sinni og afstöðu til bókmenntagagnrýni og þeim áhrifum sem hún hefur á verk hennar.

Í kjölfar erinda lýkur streyminu og opnað verður fyrir umræður meðal fundargesta.

Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn). Athugið að sætaframboð er takmarkað. Skráningu lýkur kl. 12 miðvikudaginn 3. september.

CCP býður fundargestum upp á kaffi og léttan morgunverð.

Samtal um skapandi greinar er röð óformlegra funda sem Rannsóknasetur skapandi greina stendur að í samvinnu við CCP. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og frá stofnunum og stjórnsýslunni og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar.

Næsti fundur í fundaröð Rannsóknaseturs skapandi greina, „Samtal um skapandi greinar“, fer fram fimmtudaginn 4. september 2025 kl. 8:30-10 í húsakynnum CCP Í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Gagnrýni og fundarstjóri er Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona RSG.

Samtal um skapandi greinar: Gagnrýni