Skip to main content

Rannsóknarstofa í fjölmenningar- og fjöltyngisfræðum

Rannsóknarstofa í fjölmenningar- og fjöltyngisfræðum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. apríl 2025 14:00 til 15:30
Hvar 

Árnagarður

311

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Vivi Thomou er dósent við Grunnskólakennsludeild Háskólans á Krít, Grikklandi. Hún kennir grunnnáms- og framhaldsnámskeið í grísku og kennslufræði tungumála. Vivi stundaði nám í málvísindum og hagnýtum málvísindum við Háskólann í Reading í Bretlandi og Háskólann á Krít. Rannsóknir hennar snúast um fjöltyngda menntun í grísku samhengi, nám og kennslu orðaforða, myndrænt mál og kennslufræðilega orðabókagerð.

Vivi hefur gefið út bókina Orðaforðamál gríska tungumálsins: kenning og hagnýting og tekið saman kennslufræðilega orðabók um fastmótuð orðasambönd . Hún er þátttakandi í evrópska verkefninu Global Teacher Education og gríska verkefninu Teach for Integration.

Í erindi sínu mun Vivi fjalla um hvernig kennarar geti aukið vitund fjöltyngdra nemenda um ýmis tungumál og nýtt sér það til frekara náms.