Rannsóknarfyrirlestur Heimspekistofnunar og Duke-háskóla: Helen Longino

Lögberg
Stofa 101
Heimspekistofnun Háskóla Íslands ákvað nýlega að efna til árlegra fyrirlestra í samstarfi við Duke-háskóla í Bandaríkjunum þar sem heimskunnu fræðafólki er boðið til landsins til að flytja opinn fyrirlestur um rannsóknir sínar.
Fyrsti fyrirlesarinn er Helen Longino, prófessor í heimspeki emeríta við Stanford-háskóla. Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 8. október kl. 15-17 í stofu 101, Lögbergi, Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Why Center Interaction? (In science and elsewhere)“ og verður á ensku. Öll velkomin.
Útdráttur á ensku
This talk is about the concept of interaction. Our scientific ontologies are for the most part constituted of objects and their properties. I will propose that interaction should play as fundamental a role in scientific analysis and investigation as individuals and their states and properties do. I will argue that interactions satisfy criteria for reality proposed by philosophers of science as well as individual entities do and offer examples from the sciences to demonstrate their importance to scientific investigation. I will conclude by suggesting the questions philosophers can address about interaction that would make the concept more salient. This talk is, then, a plea for ontological pluralism.
Um fyrirlesarann
Helen E. Longino er Clarence Irving Lewis prófessor í heimspeki, emeríta, við Stanford-háskóla og fyrrverandi forseti Philosophy of Science Association og American Philosophical Association (Pacific Division).
Longino er í senn einn mikilvægasti vísindaheimspekingur samtímans og einn áhrifamesti feminíski hugsuðurinn undanfarinna áratuga. Verk Longino um hlutlægni og gildi í vísindum, meðal annars í bókum á borð við Science as Social Knowledge og The Fate of Knowledge, hafa ekki aðeins getið af sér glæný rannsóknarsvið innan vísindaheimspekinnar, heldur hafa þau einnig haft mótandi áhrif á meginstraumshugsun um eðli vísinda.
Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs · Sigríður Þorgeirsdóttir og Finnur Dellsén fjalla um Helenu Longino
Helen Longino, prófessor í heimspeki emeríta við Stanford-háskóla.
