Ráðstefna Kennsluakademíunnar 2025

Veröld - Hús Vigdísar
VHV-024/007/008
Ráðstefna og inntökuviðburður Kennsluakademíu opinberu háskólanna 2025
Ráðstefna um háskólakennslu
Þema: Gervigreind í námi og kennslu á háskólastigi
Kennsluakademía opinberu háskólanna býður til árlegrar ráðstefnu föstudaginn 21. nóvember 2025, kl. 9:00–17:00, í Veröld – húsi Vigdísar.
Ráðstefnan er ætluð öllum sem hafa áhuga á háskólakennslu — kennurum, nemendum og stjórnendum. Á dagskrá eru fjölbreytt erindi, aðalfyrirlestrar og vinnustofur þar sem sjónum er beint að tækifærum og áskorunum gervigreindar í háskólanámi og kennslu. Ráðstefnan fer að mestu fram á íslensku, en nokkur erindi verða flutt á ensku.
Vinsamlegast athugið að erindum verður hvorki streymt né þau tekin upp.
Í lok dags, kl. 16:00, verða nýir meðlimir teknir inn í Kennsluakademíuna og fá afhent viðurkenningarskjal. Sá viðburður markar formleg lok ráðstefnunnar.
Gestgjafar að þessu sinni eru meðlimir Kennsluakademíunnar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.
Þátttaka er ókeypis og öllum opin, en nauðsynlegt er að skrá sig vegna skipulagningar. Boðið verður upp á kaffi og te yfir daginn og léttar veitingar að ráðstefnu lokinni.
Hér má nálgast dagskrá og skráningu.
Við hvetjum alla sem láta sig háskólakennslu varða til að mæta og taka þátt í fróðlegri ráðstefnu.