Skip to main content

Ráðstefna: Fullveldi og náttúruauðlindir

Fullveldi og náttúruauðlindir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. október 2025 8:45 til 16:00
Hvar 

Þjóðminjasafnið (fyrirlestrasalur)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ráðstefna um fullveldi og náttúruauðlindir

Hvaða felur fullveldi ríkja yfir náttúruauðlindum í sér? Hverjir eiga, stjórna og njóta ávinnings af auðlindanýtingu innan lögsögu ríkja?

Markmiðið með ráðstefnunni er að skapa mikilvægan vettvang fyrir umræðu um eignarhald, auðlindastýringu og nýtingu náttúruauðlinda. Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir sérfræðingar á þessu sviði fjalla um þessi álitaefni.

Meðal erlendra fyrirlesara verða Nico Schrijver, prófessor emeritus við háskólann í Leiden, en hann hefur verið leiðandi í rannsóknum á fullveldi ríkja yfir auðlindum sínum og auðlindastjórnun og Richard Barnes, prófessor við Lincoln-háskóla, sem er m.a. þekktur fyrir rannsóknir sínar á eignarrétti yfir auðlindum og rétti ríkja til nýtingar sjávarauðlindarinnar.

Þá verður einnig komið inn á umræðu um nauðsyn stjórnarskrárbreytingar í þá veru að stjórnarskráin hafi að geyma ákvæði um náttúruauðlindir.

Guðni Th. Jóhannesson, prófessor og fyrrverandi forseti Íslands, mun vera með opnunarerindi, en meðal annarra fyrirlesara eru Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við HR, Kristinn Már Reynisson, lögfræðingur SVÞ, Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lektor við HA og Snjólaug Árnadóttir, dósent við HR.

Fundarstjóri verður Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við HÍ.

Ráðstefnan fer fram á ensku og verður í streymi:
https://vimeo.com/event/5424888

Nú líður að ráðstefnunni á fimmtudag. Þar gefst einstakt tækifæri til að hlýða á Nico Schrijver og Richard Barnes en þeir njóta báðir virðingar, eru afkastamiklir fræðimenn og þekktir fyrir rannsóknir sínar á sviði auðlinda. Schrijver fyrir m.a. rannsóknir um fullveldi og náttúruauðlindir og Barnes m.a. fyrir rannsóknir á sviði eignarréttar og náttúruauðlinda.

Árið 2008 kom út ritið Sovereignty over Natural Resources: Balancing Rights and Duties eftir Schrijver þar sem þróun hugtaksins varanlegt fullveldi yfir náttúruauðlindum er lýst frá því að vera pólitískt stefnumál til þess að verða meginregla að þjóðarétti.  Þá hlaut Barnes hSLS Birks bókaverðlaunin fyrir framúrskarandi fræðistörf á sviði lögfræði fyrir bókina Property Rights and Natural Resources (2009). Þá hefur Barnes skrifað mikið á sviði þjóðaréttar og hafréttar.

Bók Schrijvers: https://www.amazon.com/Sovereignty-over-Natural-Resources-International/dp/0521047447

Bók Barnes: https://www.amazon.com/Property-Natural-Resources-International-Hardcover/dp/B011DAS9EY

Dagskrá:

Conference of the Institute of Law at the University of Iceland

Sovereignty over Natural Resources

What are the key challenges when exercising sovereignty over natural resources?

Thursday, 9 October 2025, 9-16

Venue: The Lecture Hall of the National Museum of Iceland

Conference Chair: Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, Professor, Environmental Law, University of Iceland, Faculty of Law

I. SOVEREIGNTY OVER NATURAL RESOURCES

8 45 Coffee

9 00 Welcome remarks: Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir

9 05 Opening Address: Dr. Guðni Th. Jóhannesson, Professor and former President of Iceland 2016-2024: „Our next step in the struggle for independence“ Iceland’s fight for full sovereignty over its fishing grounds in the twentieth century.

9 20 Dr. Nico Schrijver Emeritus Professor, Leiden Law School: National sovereignty over natural resources at bay by the Great Powers’ appetite for mineral resources.

9 45 Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lecturer and PhD student: Establishing the concept: sovereignty over natural resources and the Icelandic Constitution.

10 05 Coffee Break

10 20 Dr. Richard Barnes, Professor in International Law, University of Lincoln: The impact of the human right to property on the governance of marine resources.

10 45 Dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, Professor at Law, University of Reykjavík, Natural resources, sovereignty and national ownership.

11 05 Panel Discussions
Moderator: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Professor

11 45 Lunch Break

II. RESOURCES OF ICELAND, SOVEREIGNTY AND RESOURCE MANAGEMENT

13 30 Structuring of the second part: Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir

13 35 Dr. Kristinn Már Reynisson, lawyer: Sustainable development and resource management.

13 55 Dr. Snjólaug Árnadóttir, Associate Professor at Law, University of Reykjavík: Law of the Sea, main principles on resource utilisation.

14 15 Coffee Break

14 35 Páll Þórhallsson, Director General at the Prime Minister’s Office: Amending the constitution and natural resources.

15 00 Panel Discussions
Moderator: Dr. Kári Hólmar Ragnarsson, Associate Professor at Law, University of Iceland

15 45 - 16 00 Closing of the Conference: Dr. Daði Már Kristófersson, Minister of Finance and Economic Affairs