Skip to main content

Prófessorsfyrirlestur - Brynja Ingadóttir

Prófessorsfyrirlestur - Brynja Ingadóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. nóvember 2025 15:00 til 16:00
Hvar 

Læknagarður

Stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 06. nóvember kl. 15:00 - 16:00 flytur Brynja Ingadóttir sinn prófessorsfyrirlestur, sem ber heitið Sjúklingafræðsla til að styðja við sjálfsumönnun og þátttöku í meðferð: Vörður á vegferð 2000-2025, í stofu 201, 2. hæð, Læknagarði.

Brynja Ingadóttir fæddist þann 2. nóvember 1961, hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1980, BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og MS gráðu frá Royal College of Nursing/Háskólanum í Manchester og Háskólanum á Akureyri árið 2007. Árið 2010 hóf Brynja doktorsnám við Linköping háskólann í Svíþjóð sem hún lauk árið 2016.

Brynja er prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og starfar þar á Miðstöð sjúklingafræðslu. Rannsóknir hennar snúa aðallega að líðan og reynslu sjúklinga af veikindum og heilbrigðisþjónustu, sjúklingafræðslu svo og starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Brynja hefur rannsakað fræðsluþarfir, heilsulæsi og sjálfsumönnun ólíkra sjúklingahópa og tengsl þeirra við ýmsa útkomuþætti. Hún hefur sérstaklega beint sjónum sínum að þróun og notkun tölvuleikja í sjúklingafræðslu fyrir bæði börn og fullorðna og stofnaði nýsköpunarfyrirtækið NúnaTrix ehf. í þeim tilgangi.

Á rannsóknarferli sínum hefur Brynja hlotið fjölda styrkja m.a. til nýsköpunar í sjúklingafræðslu. Hún hefur birt um 50 ritrýndar greinar í erlend og innlend tímarit og er í virku rannsóknarsamstarfi við kollega meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum, Nepal og Úganda.

Brynja Ingadóttir flytur prófessorsfyrirlestur, Sjúklingafræðsla til að styðja við sjálfsumönnun og þátttöku í meðferð: Vörður á vegferð 2000-2025, við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 06. nóvember 2025

Prófessorsfyrirlestur - Brynja Ingadóttir