Pólland: Vor

Mariola Alicja Fiema, aðjunkt í pólskum fræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fjórða erindið í fyrirlestraröðinni Pólland: Vetur, sumar, vor og haust. Í erindinu verður fjallað um pólskt vor, náttúrufegurð árstíðarskiptanna og menningarviðburði.
Haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, laugardaginn 15. mars kl. 10:30. Verið öll velkomin.
Erindið er það síðasta í fyrirlestraröðinni og er helgað vorinu, sérstaklega páskahátíðinni sem er ein þeirra fjölmörgu hátíða sem Pólverjar fagna á sinn einstaka hátt og gera páskahefðum hátt undir höfði. Vorin eru einstök í Póllandi. Borgirnar lifna við, hrista af sér vetrardrungann og göturnar fyllast af lífi og uppákomum. Náttúran skartar sínu fegursta, fjölbreyttir litir prýða skóglendi og akra og loftið fyllist af ilmi og fuglasöng og mun Mariola kynna staði sem vinsælir til fuglaskoðunar.
Einnig verða matarhefðir kynntar - sem gætu komið mörgum á óvart.
Tilvalið tækifæri til að kynnast pólskri menningu. Frítt er inn á viðburðinn.
Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnsins.
Mariola Alicja Fiema, aðjunkt í pólskum fræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
