Pólland: Haust
Þjóðminjasafn, fyrirlestrasalur
Mariola Alicja Fiema, aðjunkt í pólskum fræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur annað erindið í fyrirlestraröðinni Pólland: Vetur, sumar, vor og haust. Í erindinu verður fjallað um pólskt haust.
Haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, laugardaginn 23. nóvember kl. 10:30. Verið öll velkomin.
Í fyrirlestraröðinni verður fjallað um allt það sem Pólland hefur að bjóða fólki sem leitar að spennandi og fjölbreyttum áfangastað. Pólskar borgar eru þekktar fyrir skemmtilegt mannlíf og fjölbreytt menningarlíf, þar eru söguleg kennileiti á nánast hverju götuhorni, söfn og gallerí. En Pólland dregur líka að náttúruunnendur og útivistarfólk. Vetrarfegurðin heillar skíðafólk hvaðanæva úr heiminum og sandstrendur Eystrasaltsins sólarunnendur. Hlýir litir skóganna umlykja göngufólk að hausti og hjólreiðafólk nýtur útivistar í blómstrandi aldingörðum að vori. Tilvalið tækifæri til að kynnast pólskri menningu.
Dagskrá:
Pólland, sumarið: 21. september 2024, kl. 10:30.
Pólland, haustið: 23. nóvember 2024, kl. 10:30.
Pólland, veturinn: 18. janúar 2025, kl. 10:30.
Pólland, vorið, 15. mars 2025, kl. 10:30.
Mariola Alicja Fiema.