Palestína, Ísrael og misheppnaðar friðarumleitanir

Hvenær
14. október 2025 16:30 til 17:30
Hvar
Veröld - Hús Vigdísar
Auðarsalur
Nánar
Aðgangur ókeypis
Dana El Kurd, aðstoðarprófessor í stjórnmálafræðum við Háskólann í Richmond og fræðimaður hjá Arab Center í Washington, heldur opinn fyrirlestur í boði Mið-Austurlandafræði við Mála- og menningardeild HÍ og Palestínuverkefnisins.
Haldið í Auðarsal í Veröld, þriðjudaginn 14. október kl. 16:30.
Í þessum fyrirlestri ræðir Dana El Kurd um sögu friðarviðræðnanna milli Palestínu og Ísrael í Osló á 10. áratugnum, takmarkanir þeirra og áhrif. Hún mun einnig fjalla um hvaða lærdóm má draga af Oslóarsamningunum þegar stefnumörkun undanfarinna missera er skoðuð, og hvað það kann að þýða fyrir næstu skref.
Dana El Kurd, aðstoðarprófessor í stjórnmálafræðum við Háskólann í Richmond og fræðimaður hjá Arab Center í Washington.
