Opinn fyrirlestur í fornleifafræði: Ulla Mannering

Hvenær
18. september 2025 17:00 til 18:00
Hvar
Lögberg
Stofa 103
Nánar
Aðgangur ókeypis
Ulla Mannering frá Þjóðminjasafni Danmerkur flytur að þessu sinni árlegan opinn fyrirlestur í fornleifafræði sem haldinn er á vegum Félags fornleifafræðinga, Hins íslenzka fornleifafélags og Rannsóknarstofu í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Ulla mun í fyrirlestri sínum fjalla um þann forsögulega klæðnað sem safnið hefur að geyma og þróun hans yfir 3000 ár.
Haldið í stofu 103 í Lögbergi, fimmtudaginn 18. september 2025 kl. 17:00-18:00. Verið öll velkomin.
Ulla Mannering frá Þjóðminjasafni Danmerkur.
