Skip to main content

Öldrunarþjóðernishyggja: Milli blóðs og gilda í Taívan samtímans

Öldrunarþjóðernishyggja: Milli blóðs og gilda í Taívan samtímans - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. nóvember 2024 12:00 til 13:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Heimasvæði tungumála

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Alþjóðamálastofnun og félagsráðgjafardeild kynna:

Fyrirlestur Adam Horálek: Öldrunarþjóðernishyggja: Milli blóðs og gilda í Taívan samtímans. Staður og stund: Veröld, heimasvæði tungumála, 2. hæð, 19. nóvember, kl. 12-13:15. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Öldrunarþjóðernishyggja (aging nationalism) er kenning um áhrif samfélagslegrar öldrunar á þau grundvallargildi sem þjóðernishyggja byggist á. Tilfærslan úr „rótgróinni þjóðernishyggju“ (rooted nationalism) yfir í „mannúðarþjóðernishyggju“ (humanistic nationalism) er ekki aðeins grundvallarbreyting heldur hefur hún áhrif á samskipti milli kynslóða. Um er að ræða huglægt ferli sem á sér stað í öllum þeim samfélögum þar sem meðalaldur fer hækkandi, en dæmið um Taívan sýnir greinilega muninn á þessum tveimur tegundum þjóðernishyggju. Í ljósi þess megum við ekki einskorða skilning okkar á hugmyndafræðilegum átökum í Taívan milli þess sem er „kínverskt“ og þess sem er „taívanskt“ einungis við átök milli hins gamla og hins nýja, Kínverja og Taívana, kommúnisma og kapítalisma, einræðis og lýðræðis, heldur þurfum við einnig að skilja þau sem átök milli sögulegs uppruna og samfélagslegra gilda, hins ytra og hins innra, þess sem er gefið og þess sem er áskapað, arfleifðar og áunninna þátta.

Adam Horálek er doktor í mannfræði og forstöðumaður Mið-Evrópu-, Balkanskaga- og Þjóðfræðistofnunar Karlsháskóla í Prag, Tékklandi.

Adam Horálek

Öldrunarþjóðernishyggja: Milli blóðs og gilda í Taívan samtímans