Skip to main content

Netvinnustofa: Þátttöku-aðgerðarannsóknir undir forystu ungs fólks

Netvinnustofa: Þátttöku-aðgerðarannsóknir undir forystu ungs fólks  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. október 2025 14:00 til 16:00
Hvar 

ZOOM

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvernig getum við styrkt samstarf við börn og ungt fólk í rannsóknum á málefnum sem varða þau og skapað í sameiningu leiðir fyrir rödd þeirra og umbreytingarmátt?

Á þessari netvinnustofu verða kynntar þátttöku-aðgerðarannsóknir undir forystu ungs fólks eða Youth participatory action research (YPAR) sem rammi til að efla rödd og áhrifamátt ungs fólks. Netvinnustofan fer fram á ensku þann 9. október, kl. 14:00–16:00 á ZOOM - hlekkur hér

Skráning á netvinnustofu hér 

Vinnustofan er ætluð akademísku starfsfólki, rannsakendum, háskólakennurum, doktorsnemum, fagfólki og öðrum sem vilja finna  nýjar og árangursríkar leiðir til samstarfs við börn og ungt fólk í rannsóknum og starfi.

Vinnustofunni verður stýrt af Dave McPartlan frá University of Cumbria og Dane Stickney frá University of Colorado, Denver. Þeir eru YPAR-rannsakendur sem vinna reglulega með ungu fólki að því að rannsaka og finna lausnir við áskorunum í skóla- og nærsamfélaginu.  

Á þessari netvinnustofu munu þátttakendur kynnast YPAR-rammanum, heyra aðferðir og nálganir sem hægt er að nýta og heyra áhrifamiklar sögur af rannsóknum og aðgerðum ungs fólks í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Þessi vinnustofa er undanfari heimsóknar þeirra Dave og Dane síðar í október, þar sem þeir vonast til að eiga samstarf við ungt fólk og fagfólk á Íslandi.