Munurinn á asískum táknmálum og evrópskum ritmálum með augum lesblindra

Hvenær
10. apríl 2025 17:30 til 18:30
Hvar
Veröld - Hús Vigdísar
Stofa 007
Nánar
Aðgangur ókeypis
Sólveig Margrét Diðriksdóttir mun segja frá efni BA-ritgerðar sinnar í kínverskum fræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands en hún stundaði einnig kínverskunám í hafnarborginni Xiamen, Suður-Kína. Ritgerðin fjallar um muninn á asískum ritmálum sem styðjast við tákn (eða myndletur) og evrópskum ritmálum með augum lesblindra en sjálf er hún lesblind.
Viðburðurinn er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunar
Haldið í stofu 007 í Veröld - húsi Vigdísar, fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:30. Boðið verður upp á léttar veitingar. Verið öll velkomin.
Sólveig Margrét Diðriksdóttir.
