Skip to main content

Miðbiksmat í tölfræði - Sölvi Rögnvaldsson

Miðbiksmat í tölfræði - Sölvi Rögnvaldsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. desember 2025 9:00 til 10:30
Hvar 

Tjarnarsalur, Íslenskri Erfðagreiningu, Sturlagötu 8

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar: Víxlverkanir arfgerða og áhrif þeirra á svipgerðir og sjúkdóma (Uncovering genetic interactions and their role in human traits and diseases)

Nemandi: Sölvi Rögnvaldsson

Leiðbeinandi: Dr. Daníel Fannar Guðbjartsson, gestaprófessor við Raunvísindadeild og yfirmaður vísinda hjá Íslenskri Erfðagreiningu

Meðleiðbeinandi: Dr. Sædís Sævarsdóttir, prófessor og deildarforseti Læknadeildar HÍ

Doktorsnefnd:
Dr. Rósa B. Þórólfsdóttir, vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu
Dr. Birgir Hrafnkelsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands
Dr. Matti J Pirinen, prófessor við University of Helsinki, Finnlandi

Umsjónarkennari: Dr. Sigrún Helga Lund, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Ágrip

Víðtækar erfðamengisleitir (GWAS) hafa gefið af sér þúsundir arfgerða sem tengjast mannlegum breytileika, en þrátt fyrir það er mat frá þeim á framlagi erfða (arfstuðull) talsvert lægra en það sem fæst úr tvíburarannsóknum. Þetta misræmi gæti að hluta skýrst af því að GWAS gerir ráð fyrir einföldu línulegu erfðalíkani og lítur meðal annars framhjá mögulegum víxlverkunum milli ólíkra arfgerða eða víxlverkunum milli arfgerða og umhverfisþátta. Uppgötvanir á víxlverkunum eru ekki eingöngu mikilvægar til að brúa misræmið í arfstuðlinum, heldur geta þær einnig gefið innsýn inn í líffræðileg ferli og aukið þannig skilning á einstaklingbundnum viðbrögðum við lífstílstengdum áhættuþáttum eða inngripum líkt og lyfjagjöfum eða fæðubótum. Hins vegar hefur reynst erfitt að finna mörg dæmi um slíkar víxlverkanir, meðal annars vegna skorts á tölfræðilegu afli og stjarnfræðilegs fjölda mögulegra arfgerðapara. Markmið þessa doktorsverkefnis er að hagnýta víðtæk gögn um arfgerðir og svipgerðir hjá Íslensrki erfðagreiningu til að þróa aðferðir sem gera kleift að uppgötva og skilja víxlverkanir arfgerða og áhrif þeirra á svipgerðir og sjúkdóma. Kynningin mun fjalla um fyrstu tvær greinar verkefnisins. Fyrri greinin skoðar þróun á þátti erfða í líkamsstuðli (BMI) barna á 20. öldinni og sú seinni lýsir bæði víxlverkunum milli ólíkra arfgerða og víxlverkunum milli arfgerða og umhverfisþátta sem hafa áhrif á virkni skjaldkirtils og sjúkdóma hans. 

Sölvi Rögnvaldsson

Miðbiksmat í tölfræði - Sölvi Rögnvaldsson