Skip to main content

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Jonas Liebsch

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Jonas Liebsch - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. júní 2025 12:30 til 14:00
Hvar 

Askja

Fundarsalur á 3. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburður á Zoom

Heiti ritgerðar: Mælingar og líkangerð af þróun jökla og jarðskorpuhreyfingum vegna þeirra á Íslandi (Glacier evolution and glacial isostatic adjustment in Iceland)

Nemandi: Jonas Liebsch

Doktorsnefnd:
Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands
Eyjólfur Magnússon, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
Joaquín Munoz Cobo Belart, jarðeðlisfræðingur á Náttúrufræðistofnun
Michelle Maree Parks, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands

Ágrip

Samþætting hæðarmælinga og snjóþekjulíkana til að bæta mat á afkomu Mýrdalsjökuls. Fargbreytingar Mýrdalsjökuls hafa áhrif á undirliggjandi eldfjallið Kötlu. Jökulbreytingar frá árinu 2010 eru magngreindar með daglegri upplausn til að auka skilning á viðbrögðum Kötlu við bæði langtíma- og árstíðabundnum breytingum í jökulfargi. Strjál og óregluleg en nákvæm hæðarmælingargögn úr gervihnöttum (ArcticDEM, Pléiades og ICESat-2) eru samþætt mati á afkomu sem reiknað er út frá CARRA, svæðisbundinni endurgreiningu sem hefur 3 klukkustunda upplausn.

Fyrst er CARRA niðurskalað og notað sem jaðarskilyrði fyrir orkubúskaps og snjóþekjulíkanið COSIPY. Síðan er nýrri tölfræði aðferð beitt. Notuð er Bayesísk línuleg aðhvarfsgreining til að meta og leiðrétta staðbundnar hliðranir í leysingu og úrkomu, sem metnar eru út frá hæðarbreytingunum úr gervihnattamælingunum.

Sannprófun á niðurstöðum með beinum mælingum á jöklinum staðfestir að þessi aðferð dregur verulega úr staðbundinni skekkju og eykur upplausn í niðurstöðum, miðað við inntaks gögnin frá svæðisbundna loftslagslíkaninu. Leifar úr leiðréttingarferlinu reynast einnig gagnlegar til að greina frávik í ísflæði eða bráðnun vegna jarðhita undir jöklinum. Að auki sýna reiknuðu skekkjukortin mikinn breytileika í snjósöfnun vegna skafrennings.

Jonas Liebsch

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Jonas Liebsch