Menntabúðir: Stafræn tækni og sköpun

Stakkahlíð / Háteigsvegur
Fjara
Fimmtudaginn 20. mars heldur Mixtúra sköpunar- og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur menntabúðir í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Faghóp um skapandi leikskólastarf.
Áhersla verður lögð á að kynna verkefni og hugmyndir sem tengjast tækni og sköpun í skóla- og frístundastarfi. Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Samtal er í aðalhlutverki í menntabúðum.
Öll geta boðið upp á kynningu en það er ekki skilyrði til þátttöku. Markhópur: Allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi í öllum sveitarfélögum, nemendur og kennarar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og aðrir áhugasamir um tækni og sköpun í skóla- og frístundastarfi
,
