Skip to main content

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Jóhann Ingi Harðarson

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Jóhann Ingi Harðarson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. janúar 2023 14:00 til 16:00
Hvar 

VR-II

Stofa 158

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Jóhann Ingi Harðarson

Heiti verkefnis: Þroskun forþanins pólýstýrens - áhrif hitunar á þroskunartíma og efnisstyrk
___________________________________________
Leiðbeinendur:  Björn Margeirsson, dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ og Sigurður Brynjólfsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ 

Prófdómari:  Sigurjón Arason, prófessor emeritus við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ

Ágrip

Rannsökuð voru áhrif heits lofts á forþandar polýstýren kúlur með því markmiði að minnka þroskunartíma án þess að hafa neikvæð áhrif á lokavöruna, fiskikassa úr frauðplasti. Meginbreytur rannsóknarinnar voru þroskunartími og hitastig, þar sem áhrif þeirra voru metin út frá breytingum á framleiðslutíma og beygjustyrk fiskikassa.
Á meðan rannsókn stóð var innleiddur nýr staðall fyrir þriggja punkta beygjuþolsmælingar. Eftir aðlögun komu í ljós frávik hvað varðar beygjustyrk þegar lengd sýna var breytt. Til að ákvarða hvort frávikin voru tölfræðilega marktæk voru framkvæmd bæði f- og t-próf. Til að bera saman niðurstöður fengnar með stöðlunum tveimur, var fundin jafna sem lýsir sambandinu milli þeirra.
Þar sem erfitt er að mæla hvert skref í framleiðslu hvað varðar losun efna og rakaminnkun, þá getur komið að góðum notum að áætla þurrkunarferlið. Með því að sameina þyngdarbreytingar fyrir niðurskalað síló og mismunandi þroskunartíma fyrir framleiðslusíló, er hægt að áætla staðsetningu fyrir viðeigandi þurrkunarferla.
Niðurstöður þessa verkefnis sýna að með því blása 50 °C heitu lofti á meðan þroskun á sér stað má stytta þroskunartíminn úr 18 klukkustundum niður í 6 klukkustundir og minnka um leið framleiðslutíma um 25% og auka beygjustyrk fiskikassa um 4%.