Skip to main content

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Hafsteinn Einar Ágústsson

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Hafsteinn Einar Ágústsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. janúar 2023 15:40 til 17:40
Hvar 

VR-II

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Hafsteinn Einar Ágústsson

Heiti verkefnis: Endurhönnun á töppunarskörungslöpp fyrir Elkem Ísland
___________________________________________
Leiðbeinendur: Sigurður Brynjólfsson og Ólafur Pétur Pálsson, báðir prófessorar við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ

Prófdómari: Magnús Þór Jónsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ

Ágrip
Þessi ritgerð fjallar um endurhönnun á töppunarskörungslöpp fyrir Elkem Ísland. Þörf var á endurhönnun vegna hönnunargalla í fyrri útfærslum þá aðallega vegna áhrifa snúningsálags á skörungslöppina. Farið verður yfir 8 útfærslur sem voru gerðar við endurhönnun á skörungslöppinni. Helstu breytingar sem voru gerðar voru að hólkar lapparinnar eru gerðir úr prófílum en ekki rörum, bætt er við slettuvörn og notast er við millileggs plötur úr kopar til þess að taka við sliti. Ekki mátti endurhanna skörungslöppina frá grunni þar sem settar voru skorður hvað varðar festingu lapparinnar. Annar vegar hvernig löppinn er fest við töppunarpall og hins vegar hvernig hún er fest við skörunginn. Spennugreiningar eru gerðar til þess að athuga hvort að endurhönnun geti tekið við því álagi sem löppin verður fyrir.