Skip to main content

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Bjarni Benedikt Gunnarsson

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Bjarni Benedikt Gunnarsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. janúar 2023 8:30 til 10:30
Hvar 

VR-II

Stofa 155

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Bjarni Benedikt Gunnarsson

Heiti verkefnis: Smávirkjanir
___________________________________________
Leiðbeinandi:  Rögnvaldur J. Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ

Einnig í meistaranefnd: Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ

Prófdómari:  Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofunni

Ágrip

Auka þarf orkuvinnslu á Íslandi ef fyrirætlanir stjórnvalda um orkuskipti eiga að ná fram að ganga. Smávirkjanir geta verið liður í þeirri orkuvinnslu, en þá er átt við virkjanir minni en 10 MW að uppsettu afli sem ekki hljóta umfjöllun Verkefnisstjórnar um verndar- og orkunýtingaráætlun. Virkjunarframkvæmdir eru flóknar framkvæmdir og ýmsir hagsmunaaðilar sem verða fyrir áhrifum. Taka þarf tillit til margra þátta við val útfærslu smávirkjunar. Hér er sett fram aðferðafræði sem tekur á því með tólum fjölþátta ákvarðanatöku (e. Multi Criteria Decision Making). Samtvinnuð eru reiknilíkönin AHP og PROMETHEE og þeim beitt á 36 valda ákvörðunarþætti sem flokkaðir eru saman í 6 flokka. Þættir sem ekki eru mælanlegir fá einkunnir á kvarðanum 1-3 þar sem 1 er best. Aðferðafræðin er einföld í notkun og á að nýtast framkvæmdaaðilum við val á útfærslu virkjunar.