Með fróðleik í fararnesti: Sveppaferð í Heiðmörk

Hvenær
21. ágúst 2025 17:00 til 19:00
Hvar
Borgastjóraplanið
Nánar
Brottför frá Rauðhólum kl. 17:00
Sveppir eru sælgæti en það er betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Gísli Már Gíslason, Ólafur Patrick Ólafsson og fleiri sveppasérfræðingar frá Háskóla Íslands kenna okkur að þekkja matsveppi og aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sveppabækur og ílát.
Ekið í halarófu frá bílastæðinu við Rauðhóla lengra inn í Heiðmörkina. 2 klst.
Hluti af verðlaunaverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.
Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis. Ekkert að panta, bara mæta!
Í þessari fjörugu sveppaferð verða einnig kenndar aðferðir við að geyma sveppina og matreiða þá. Öll hvött til að taka með sér sveppabækur og ílát.
