Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti: Fjöruferð í Gróttu á sunnudag

Með fróðleik í fararnesti: Fjöruferð í Gróttu á sunnudag - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. apríl 2025 12:00 til 14:00
Hvar 

Bílastæðið við Gróttuvita

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Spennandi fjöruferð með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands.

Við skoðum ýmsar lífverur fjörunnar, grúskum í þanginu og leitum að kröbbum og öðrum smádýrum, greinum þörunga og fleira í skemmtilegri fjöruferð í Gróttu, þar sem er fjölbreytt dýra-, fugla- og plöntulíf. Jóhann Óli Hilmarsson, landsþekktur fuglavísindamaður leiðir gönguna með nemendum í líffræði við HÍ. Það verður því líka hægt að beina sjónum að fuglum fjörunnar.

Gott er að mæta vel klædd, í stígvélum og með fötur eða glær ílát til að safna hinum ýmsu lífverum. Ekki verra að mæta með stækkunargler. Ekki gleyma nesti.

Hluti af verðlaunaverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.

Spennandi fjöruferð með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands á sunnudag kl. 12. 

Með fróðleik í fararnesti: Fjöruferð í Gróttu á sunnudag