Skip to main content

Mannréttindasáttmáli Evrópu í 75 ár - Þróun og áskoranir

Ráðstefna doktorsnema á Félagsvísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. október 2025 12:00 til 13:15
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þann 29. október 2025 munu Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Mannréttindastofnun Íslands standa fyrir hádegismálþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá því Mannréttindasáttmáli Evrópu var samþykktur.

Hlutverk Mannréttindadómstólsins er að sjá til þess að öll aðildarríki virði þau lágmarksréttindi sem sáttmálinn kveður á um og tryggja þannig grundvallarforsendur réttarríkis og lýðræðislegra stjórnarhátta í álfunni.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

-Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, flytur ávarp.

-Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Mannréttindadómstólinn, flytur erindi þar sem hún fjallar um lykiláfanga í þróun hans og leitast við að varpa ljósi á hversu vel dómstóllinn er á þessum tímamótum í stakk búinn til að takast á við helstu áskoranir sem nú blasa við í Evrópu.

-Pallborðsumræður þar sem þátttakendur verða Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri, Kári Hólmar Ragnarsson, Dósent við Lagadeild Háskóla Íslands og Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunnar Íslands.

Málþingið hefst kl. 12:00 og gert er ráð fyrir að því ljúki 13:15.