Málþing um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum
Háskólinn á Akureyri
Rannsóknasetur skapandi greina efnir til málþings þann 20. nóvember næstkomandi í Háskólanum á Akureyri og í streymi. Viðfangsefnið er áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Fimm háskólar standa að baki rannsóknasetrinu, þ.e. HÍ, LHÍ, HA, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Hólum.
Leitast verður eftir að skoða þá rannsóknaflóru sem tengist menningu og skapandi greinum á landsbyggðinni, áhrifum þeirra og hvaða tækifæri eru til frekari rannsókna. Jafnframt munu aðilar úr atvinnulífinu fjalla um eigin reynslu af áhrifum menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Eyjólfur Guðmundsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, stýrir pallborði.
Vinsamlegast skráið þátttöku með því að smella hér.
Dagskrá
13:00 Opnunarávarp
Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum
13:10 Menning og skapandi greinar: Landfræðilegt spennusvæði?
Erna Kaaber, sérfræðingur við Háskólann á Bifröst
13:35 Frá mínu sjónarhorni
Björt Sigfinnsdóttir, meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri LungA, Kaospilot og söng- og listakona
13:55 Landfræðilegur mismunur á nýsköpun á Íslandi: Er nýsköpun fyrirtækja ólík eftir landshlutum á Íslandi, skapandi greinum og öðrum atvinnugreinum?
Vífill Karlsson, prófessor við Háskólann á Bifröst og dósent við Háskólann á Akureyri
14:20 Uppbygging og áhrif nýsköpunarjarðvegs
Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins, miðstöðvar nýsköpunar
14:40 Hlé - kaffi og léttar veitingar
15:10 Pallborð
Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar
Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi
Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi og yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar Rannsóknaseturs skapandi greina
16:00 Málþingsslit
Rannsóknasetur skapandi greina efnir til málþings þann 20. nóvember næstkomandi í Háskólanum á Akureyri og í streymi.