Málþing til minningar um Magnús Má Kristjánsson

Askja
Stofa 132
Lífefnafræðistofa býður til málþings til minningar um Magnús Má Kristjánsson, prófessor. Magnús hafði djúpstæð áhrif á kynslóðir lífefnafræðinema og gegndi lykilhlutverki í mótun og þróun námsleiðar í lífefnafræði, þar sem hann sat í námsstjórn og vann ötullega að því að kynna námið og efla það.
Magnús lést fyrir aldur fram síðastliðið sumar.
Á málþinginu munu samstarfsfólk, fyrrverandi nemendur og vinir Magnúsar deila minningum og rifja upp störf hans.
Fundarstjóri er Jens G. Hjörleifsson, lektor í lífefnafræði og stofustjóri lífefnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans.
Dagskrá
14:00 Setning málþings
Sigurður M. Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.
14:05 Yfirlit um nám og feril Magnúsar
Jens Hjörleifur Guðmundsson, lektor og stofustjóri Lífefnafræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ.
14:20 Minningar fyrrum kollega
Hörður Filippusson, prófessor emeritus í lífefnafræði, Raunvísindadeild HÍ.
14:40 Minningar fyrrum nemanda
Brynjar Örn Ellertsson, verkefnastjóri hjá Alvotech.
15:00 Rannsóknir og vísindaleg viðfangsefni
Kristinn Ragnar Óskarsson aðjúnkt í lífefna- og sameindalíffræði HÍ og Sveinn Bjarnason nýdoktor við Líf-og umhverfisvísindadeild HÍ.
15:20 Kveðjur handan hafsins.
15:30 Stofnun minningarsjóðs
Manuela Magnúsdóttir, VP of products hjá PLAIO og dóttir Magnúsar, kynnir stofnun hvatningarsjóðs í minningu Magnúsar.
15:50 Móttaka á jarðhæð Öskju
Lífefnafræðistofa býður til málþings til minningar um Magnús Má Kristjánsson, prófessor.
