Skip to main content

Málþing til heiðurs Sigurveigu H. Sigurðardóttur

Málþing til heiðurs Sigurveigu H. Sigurðardóttur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. janúar 2025 14:00 til 16:00
Hvar 

Háskólatorg

HT-103

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Félagsráðgjafinn og prófessorinn Sigurveig Huld Sigurðardóttir varð prófessor emerita í tilefni starfsloka við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, þann 30. september á liðnu ári. Af tilefni þessara tímamóta verður efnt til málþings henni til heiðurs föstudaginn 17. janúar kl. 14:00-16:00 á Háskólatorgi 103. Að málþinginu standa Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Öldrunarfræðafélag Íslands. Málþingið er öllum opið. Dagskrá verður auglýst nánar þegar nær dregur en flutt verða nokkur erindi til heiðurs Sigurveigu og boðið upp á léttar veitingar í lok dagskrár.

Sigurveig Huld Sigurðardóttir varð prófessor emerita í tilefni starfsloka við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, þann 30. september á liðnu ári.

Málþing til heiðurs Sigurveigu H. Sigurðardóttur