Málþing í tilefni sjötugsafmælis Helga Tómassonar prófessors

Hvenær
19. september 2025 14:30 til 16:00
Hvar
Lögberg
101
Nánar
Aðgangur ókeypis
Þórólfur Matthíasson, prófessor emerítus, setur þingið. Síðan verða flutt fjögur stutt erindi:
Guðmundur Guðmundsson tölfræðingur ræðir um upphaf tímaraðagreiningar í hagrannsóknum.
Óttar Guðjónsson hagfræðingur ræðir tölfræðikennslu í Háskóla Íslands og hvernig hún nýtist.
Bjarni Geir Einarsson hagfræðingur ræðir tölfræðikennsluna og strauma og stefnur í hagrannsóknum.
Helgi Tómasson segir nokkur orð.
Að málþinginu loknu verða veitingar í boði í kennarastofunni á annarri hæð í Odda.