Málþing doktorsnema og nýdoktora um rannsóknir á sviði jafnréttismála

Hvenær
5. september 2025 14:00 til 16:00
Hvar
Tilkynnt er nær dregur
Nánar
Aðgangur ókeypis
FEDON, félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, í samstarfi við jafnréttisfulltrúa HÍ blása til málþings um rannsóknir á sviði jafnréttismála innan Háskóla Íslands. Málþingið er liður í að skapa vettvang fyrir samstarf á milli doktorsnema og nýdoktora á mismunandi fræðasviðum sem eru með viðfangsefni sem snerta jafnréttsmál.
Í kjölfar umræðna verður tækifæri til að hittast og mynda tengsl og stuðla að samræðuvettvangi til að ræða ýmislegt sem viðkemur jafnréttismálum í rannsóknum.