Málstofa um Miðausturlönd

Edda
Af tilefni úgáfu íslenskrar þýðingar á bók breska rithöfundarins Rogers Crowley, 1453, munu fræðimenn við Háskóla Íslands og þýðandi bókarinnar flytja erindi um sögu og þróun Miðausturlanda á öldunum fyrir og eftir fall höfuðborgar Austrómverska keisaradæmisins, Konstantínópels, 29. maí 1453.
Málstofan verður haldin í Eddu, húsi íslenskunnar, fimmtudaginn 18. september 16:00–18:00. Verið öll velkomin.
Dagskrá:
- Bjarni Harðarson, útgefandi bókarinnar, flytur stutt inngangsorð.
- Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Miðausturlandafræðum við H.Í. Í blíðu og stríðu: Íslam og Austrómverska ríkið í gegnum aldirnar.
- Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við H.Í.
Heimsveldi í kreppu. Austrómverska ríkið á 14. og 15. öld. - Pétur Pétursson, prófessor emerítus við H.Í. Trúardeilur rómversk-kaþólsku og rétttrúnaðarkirkjunnar og áhrif þeirra
á varnir borgarinnar. - Júlíus Sólnes, prófessor emerítus við H.Í. og þýðandi bókarinnar. Kynning á bókinni 1453 og umfjöllun um „núverandi ógnvald Evrópu“ á næstu öldum eftir fall borgarinnar.
Að loknu hverju erindi gefst tækifæri fyrir spurningar úr sal.
Málstofugestum gefst kostur á að kaupa eintak af bókinni á hagstæðu afsláttarverði að málstofu lokinni.
Af tilefni úgáfu íslenskrar þýðingar á bók breska rithöfundarins Rogers Crowley, 1453, munu fræðimenn við Háskóla Íslands og þýðandi bókarinnar flytja erindi um sögu og þróun Miðausturlanda á öldunum fyrir og eftir fall höfuðborgar Austrómverska keisaradæmisins, Konstantínópels, 29. maí 1453.
