Skip to main content

Málstofa með Martin Bean: Umbylting menntunar: Að grípa tækifærin í umbreyttum heimi

Málstofa með Martin Bean: Umbylting menntunar: Að grípa tækifærin í umbreyttum heimi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. nóvember 2024 14:30 til 16:00
Hvar 

Setberg

Suðurberg, 3.hæð

Nánar 
Fer fram á ensku

Þessi viðburður fer fram á ensku

Kennslumiðstöð býður upp á málstofu með prófessor Martin Bean, framsýnum forystumanni um mótun framtíðar menntastofnana og atvinnugreina.  

Martin hefur verið í fararbroddi í umfjöllun um „truflandi“ menntun (e. disruptive education) og þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í slíkri menntun fyrir háskólastarf. Hann áttaði sig snemma á því að símenntun, örnám og færnimiðuð nálgun myndu umbreyta vettvangi menntunar og hefur hvatt til þess að menntasviðið taki þessum umbreytingum sem tækifæri til vaxtar og nýsköpunar.  

Sem fyrrverandi rektor RMIT háskólans (Royal Melbourne Institute of Technology), alþjóðlegs háskóla með yfir 80.000 nemendur í Melbourne, Víetnam og í gegnum samstarf í Singapúr og Kína, býr Martin yfir mikilli reynslu í forystu og nýsköpun. Hann vinnur nú með stofnunum og samtökum að því að þróa samhæfð námskerfi þar sem hægt er að votta og viðurkenna námsframmistöðu í gegnum stafrænt örnám, staflanlegar námsleiðir og námsferilskrá.   

Reynsla Martins af forystu og nýsköpun hefur veitt honum víðtækan skilning á þróun menntakerfa. Hann tekst á við flókin málefni af skerpu og miðlar þekkingu sinni á fræðandi og eflandi máta. Martin blandar á einstakan hátt saman húmor, samkennd og von í umfjöllun sinni um fortíð og framtíð menntunar og dregur fram mannlegar hliðar breytinga og hvetjandi möguleika tækninnar.  

Helstu áherslusvið:  

  • Hnattræn umbylting menntunar  
  • Ævinám og áhrif þess á framtíð atvinnugreina og menntastofnana  
  • Hlutverk tækni í að gera einstaklingsmiðað nám mögulegt  
  • Áhrif gervigreindar á menntun og færni  
  • Uppbygging hagkerfis framtíðarhæfni og ávinningur þess  
  • Vaxandi mikilvægi varanlegrar hæfni sem gjaldmiðill atvinnulífs framtíðar   

Upplýsingar um málstofu: 

Dagsetning: Mánudagur, 25. nóvember. 

Tímasetning: 14:30-16:00 

Staðsetning: Suðurberg, 3.hæð, Setbergi 

Þessi viðburður fer fram á ensku Kennslumiðstöð býður upp á málstofu með prófessor Martin Bean, framsýnum forystumanni um mótun framtíðar menntastofnana og atvinnugreina.  

Málstofa með próf. Martin Bean: Umbylting menntunar: Að grípa tækifærin í umbreyttum heimi