Málstofa Lífvísidnaseturs - Þátttökubjagi og mannerfðarannsóknir

Askja
stofa N-132
Málstofa Lífvísindaseturs fimmtudaginn 20. mars kl. 12:30-13:10 í Öskju, stofu N-132
Fyrirlesari: Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Eðlisvísindastofnun, Verk- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands og við Leverhulme Centre for Demographic Science í Oxford háskóla Bretlandi.
Titill: Þátttökubjagi og mannerfðarannsóknir
Ágrip: Þátttökubjagi er þekkt vandamál í úrtaksrannsóknum og erfðarannsóknir eru þar engin undantekning. Til að rannsaka hlutverk erfða í þátttöku í erfðarannsóknum væri ákjósanlegast ef hægt væri að bera saman DNA þáttakenda við DNA þeirra sem taka ekki þátt. Það er að sjálfsögðu illmögulegt, þar sem DNA þeirra sem taka ekki þátt liggur ekki fyrir. Hins vegar, þá eru erfðagögn einstök að því leyti að erfðaupplýsingar erfast og allir einstaklingar eru skyldir ef við förum nógu langt aftur í ættartréð. Með því að nýta þessa eiginleika erfðagagna þá er hægt að rannsaka þáttökubjaga í erfðarannsóknum einvörðungu út frá gagnasafninu sjálfu. (Sjá: Benonisdottir, S., & Kong, A. (2023). Studying the genetics of participation using footprints left on the ascertained genotypes. Nature Genetics, 55(8), 1413-1420.)
Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Eðlisvísindastofnun, Verk- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands og við Leverhulme Centre for Demographic Science í Oxford háskóla Bretlandi.
