Málstofa: Íslenska í kennaranámi

Stakkahlíð / Háteigsvegur
K-206
Boðað er til málstofu um íslenskukennslu í kennaranámi.
Í átta fyrirlestrum verður fjallað um helstu þætti íslenskukennslu svo sem bókmenntir, málfræði, læsi og íslensku sem annað mál eins og þessir þættir snerta starf íslenskukennara. Fyrirlesarar starfa allir á sviði kennaramenntunar, bæði við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og öll sem hafa áhuga eru hvött til þess að mæta. Málstofunni verður streymt á Zoom fyrir þau sem komast ekki á staðinn.
Dagskrá
13.00 Málfræðikennsla í kennaranámi við HA
Finnur Friðriksson, dósent við HA og Kristín M. Jóhannesdóttir, dósent við HA
13.30 Tár, bros og togstreita. Bókmenntakennsla á öld hinna ólæsu drengja
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við HA
14.00 Tabú í bókmenntakennslu?
Guðrún Steinþórsdóttir, aðjúnkt við HÍ
14.30 Talís: Nýjar nálganir í kennslu íslensku sem annars máls í grunnskólum
Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við HA og Ingunn Hreinberg Indriðadóttir, aðjúnkt við HÍ
15.00 Hlé með kaffiveitingum
15.30 Bókmenntir og geðhrif
Helga Birgisdóttir, lektor við HÍ
16.00 Dróttkvæðar leiðindaskræður: Um nauðsyn þess að hætta að kenna íslenskar bókmenntir fyrri alda
Arngrímur Vídalín, lektor við HÍ
16.30 „Man nú enginn Kapítólu og Valdimar munk?“ Um yndislestur á öllum skólastigum
Jón Yngvi Jóhannsson, dósent við HÍ