Lokaráðstefna FIBI

Norræna Húsið
Lokaráðstefna rannsóknarverkefnisins Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi (FIBI – Fertility Intentions and Behaviour in Iceland) verður haldin 18. og 19. september í Norræna Húsinu. Yfirskrift ráðstefnunnar er “Fertility in flux: Childbearing Intentions and Behaviour in the Nordic countries.”
Verkefnið hlaut Öndvegisstyrk frá Rannsóknarsjóði árið 2022.
Verkefnið leiða Ari Klængur Jónsson og Ásdís A. Arnalds frá Háskóla Íslands og Sunna Símonardóttir frá Háskólanum á Akureyri.
Ráðstefnan er opin fræðafólki, stefnumótandi aðilum, nemendum og öllum sem hafa áhuga á lýðfræði, fjölskyldumálum, kynjajafnrétti og samfélagsþróun (meðan húsrúm leyfir).
Á dagskránni eru 6 málstofur og 3 lykilerindi, með þátttöku yfir 25 fræðimanna frá háskólum í Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Bretlandi, Ítalíu og Serbíu.
Dagskráin spannar fjölbreytt og forvitnileg málefni, þar á meðal:
- Þróun og ástæður lækkandi fæðingartíðni á Norðurlöndunum og víðar.
- Áhrif millilandaflutninga á barneignahegðun og kynhlutverk.
- Foreldramenningu og valið barnleysi
- Efnahagslegar aðstæður og opinbera stefnumótun, hvaða áhrif hafa t.a.m. fæðingarorlof og barnabætur á barneignarvilja?
Lokaráðstefna rannsóknarverkefnisins Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi (FIBI – Fertility Intentions and Behaviour in Iceland) verður haldin 18. og 19. september í Norræna Húsinu. Yfirskrift ráðstefnunnar er “Fertility in flux: Childbearing Intentions and Behaviour in the Nordic countries.”
