Laxdæluþing í minningu Jenny Jochens

Hvenær
1. nóvember 2025 14:00 til 17:00
Hvar
Edda
Fyrirlestrasalur
Nánar
Aðgangur ókeypis
Árnastofnun og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands efna til málþings sem helgað er minningu Jenny Jochens (1928-2025).
Haldið í fyrirlestrasal Eddu, laugardaginn 1. nóvember kl. 14:00-17:30. Verið öll velkomin.
Jenny Jochens (1928-2025) var lengi prófessor við háskólann í Towson í Maryland. Rannsóknir hennar snerust einkum um íslenskt samfélag á miðöldum og hlutverk og ímynd kvenna. Eftir hana liggja tvö merk fræðirit, Women in Old Norse Society sem kom út árið 1995 og Old Norse Images of Women frá árinu 1996. Auk þess skrifaði hún fjölda fræðigreina um sama efni. Framlag hennar til íslenskra kvennarannsókna er ómetanlegt.
Dagskrá:
- 14.00 Guðrún Ingólfsdóttir. Jenny Jochens – Minning.
- 14.15 Haukur Þorgeirsson. Tvenns konar Laxdæla saga: Fyrstu drög að nýrri útgáfu.
- 14.45 Brynja Þorgeirsdóttir. Raddir skáldskaparins í Laxdæla sögu.
- 15.15 María Elísabet Bragadóttir flytur ljóð.
- 15.30 Kaffihlé.
- 16.00 Torfi H. Tulinius. Baráttan um blóðið. Laxdæla og átök Sturlungaaldar.
- 16.30 Guðrún Nordal. Konurnar í Sælingsdalstungu.
- 17.00 Kristín Ómarsdóttir flytur ljóð.
Léttar veitingar.
Jenny Jochens.
