Kynningarfundur fyrir frumkvöðlahraðal HÍ - AWE
Gróska
Fenjamýri
Kynningarfundur fyrir frumkvöðlahraðal HÍ – AWE- verður haldinn í Grósku hugmyndahúsi fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 16:30.
Markmið hraðalsins er að styðja konur í að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar og fyrirtæki, auka hlut þeirra innan frumkvöðla- og nýsköpunargeirans á Íslandi og efla tengslanet kvenna. Mikil aðsókn hefur verið að hraðlinum og hefur þátttaka í honum skilað konum ánægjulegum árangri við að koma nýsköpunar- og viðskiptahugmyndum sínum á laggirnar.
Á fundinum verður farið yfir hvað felst í þátttöku í hraðlinum, hvernig hann fer fram og hvenær, hvaða stuðningur verður í boði í gegnum hraðalinn auk þess sem farið verður yfir öll praktísk atriði sem tengjast nýsköpunarhraðli HÍ- AWE.
Fundurinn verður í Fenjamýri í Grósku en hann verður einnig tekinn upp á TEAMS fyrir þær sem eiga ekki heimangengt og verður slóð sett inn á vefinn www.awe.hi.is eftir fundinn.
Virkjum nýsköpunarkraft kvenna!
Dagskrá fundar verður auglýst nánar síðar en meðal dagskráliða verða:
- Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ávarpar gesti
- Erin Concors, almannatengslafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, ávarpar gesti
- Mentorar hraðalsins og frumkvöðlarnir Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch og Fida Abu Libdeh fara yfir dagskrá nýsköpunarhraðalsins og hagnýt mál sem tengjast þátttöku í honum
- Dominika Anna Madajczak, fyrrum þátttakandi í AWE hraðlinum deilir reynslu sinni
- Grace Achieng frá FKA
- Eftir fundinn geta viðstaddir spurt spurninga og fengið svör
Nánari upplýsingar á www.awe.hi.is
Kynningarfundur fyrir frumkvöðlahraðal HÍ – AWE- verður haldinn í Grósku hugmyndahúsi fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 16:30.